Gengið verður frá Breiðholtskirkju kl. 10 yfir í Seljakirkju þar sem guðsþjónustan hefst kl. 11, Vigdís Pálsdóttir leiðir gönguna. Sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar og þjónar fyrir altari, Kór Seljakirkju syngur undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar. Messukaffi og skemmtileg samfélag að guðsþjónustu lokinni. Njótum þess að vera samferða á sunnudaginn í kirkjuna.

Messa Alþjóðlega safnaðarins í Breiðholtskirkju kl. 14.
Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir prédikar og sr. Toshiki Toma þjónar fyrir altari. Organisti er Örn Magnússon.