Guðsþjónustur hefjast á ný, því nú mega 150 manns koma saman í guðsþjónustu. Grímuskylda er og 2m reglan virt. Þess vegna verður ekki máltíð eða kaffi eftir guðsþjónusturnar að sinni.

Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari. Örn Magnússon organisti leikur og stjórnar félögum úr Kór Breiðholtskirkju.

Sunnudagaskóli kl. 11. Steinunn Þorbergsdóttir djákni og Steinunn Leifsdóttir sjá um hann.

Alþjóðlegi söfnuðurinn kl. 14. Prestur sr. Toshiki Toma.