MESSUFERÐ FELLUR NIÐUR AF SÓTTVARNARÁSTÆÐUM

Blásið hefur verið til messuferðar í Skálholt sunnudaginn 4. október. Farið verður á einkabílum. Hist verður við Breiðholtskirkju kl. 8:30 og raðað í bíla. Lagt verður af stað frá Breiðholtskirkju kl. 09.

Sungin verður Hallgrímsmessa. Það er Kór Breiðholtskirkju sem syngur undir stjórn Arnar Magnússonar organista. Prestur er sr. Magnús Björn Björnsson. Messuþjónar eru Guðrún Dóra Guðmannsdóttir, Valgerður Gísladóttir og Þórir Dan Viðarsson úr Breiðholtskirkju.

Í Hallgrímsmessu er sungið messutón úr Graduale frá Hólum. Inn í það eru fléttaðir sálmar sr. Hallgríms Péturssonar.

Eftir guðsþjónustuna er hægt að kaupa léttan hádegisverð í Skálholtsskóla fyrir kr. 1900.