Á fimmtudögum kl 20:00 – 22:00 eru biblíulestrar í umsjá dr.dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar, héraðsprests. Þeir hefjast 24. september 2020. Í haust mun hann taka fyrir myndbann Biblíunnar. Þau sem þekkja til dr. Sigurjóns vita að efnistök hans eru einstök, bæði fagleg og skemmtileg. Með biblíurannsóknum sínum hefur hann varpað algjörlega nýju ljósi á ýmis álitamál. Það mun hann eflaust gera þetta haustmisseri.