Sunnudagaskólinn hefst næsta sunnudag 6.september kl. 11. Opnunarhátíð sunnudagaskólanna í Breiðholtsprestakalli verður í Fella- og Hólakirkju þann dag kl. 11. Þar verður helgistund, hoppukastali og kynning á efni vetrarins. Sunnudagaskólinn verður svo á hverjum sunnudegi í Breiðholtskirkju framvegis. Börnin taka þátt í guðsþjónustunni til að byrja með, en fara svo og eiga stund með Steinunni Þorbergsdóttur, djákna, og Steinunni Leifsdóttur. Börnin fá fjársjóðskistu og dýrmætar myndir til að geyma í henni. Velkomin í sunnudagaskólann. Alþjóðlegi söfnuðurinn verður með guðsþjónustu og sunnudagaskóla kl. 14 í Breiðholtskirkju. Sr. Toshiki Toma og Steinunn Þorbergsdóttir, djákni, þjóna. The International Congregation in Breiðholts-church. Worship service and sunday school at 2 pm. Rev. Toshiki Toma and Steina Thorbergsdottir lead the service.