Kl. 11 á uppstigningardag verður útvarpsguðsþjónusta send út frá Breiðholtskirkju á degi aldraðra í þjóðkirkjunni. Sr. Örn Bárður Jónsson, fyrrverandi sóknarprestur, prédikar. Sr. Magnús Björn Björnsson, prestur í Breiðholtskirkju, þjónar fyrir altari.
Lesarar eru allir djáknar og starfa með öldruðum. Kristín Krisjánsdóttir, er djákni í Fella og Hólakirkju. Ragnheiður Sverrisdóttir djákni, er verkefnisstjóri, á fræðslu- og kærleiksþjónustusviði á Biskupsstofu, Þórey Dögg Jónsdóttir, djákni, er framkvæmdastjóri Eldriborgararáðs Reyjavíkurprófastsdæma.
Örn Magnússon organisti í Breiðholtskirkju stjórnar Kór Breiðholtskirkju.