Sunnudagaskóli og útvarpsmessa kl. 11. Steinunn Þorbergsdóttir, djákni, og Steinunn Leifsdóttir leiða sunnudagaskólann. Á sama tíma verður útvarpsguðsþjónusta. Hún er kölluð Hallgrímsmessa, í höfuðið á sr. Hallgrími Péturssyni. Kór Breiðholtskirkju syngur undir stjórn Arnar Magnússonar, organista, en mikill söngur einkennir messuna. Sr. Magnús Björn Björnsson, sóknarprestur, þjónar fyrir altari. Messuþjónar og fermingarbörn taka vel á móti kirkjugestum og lesa ritningarlestra. Eftir messu er boðið upp á kaffisopa.
Ensk bænastund kl. 14. Það er Alþjóðlegi söfnuðurinn í Breiðholtskirkju sem kemur saman til að eiga bæna og lofgjörðarstund. Prestur er sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda.