Á sunnudaginn 22. september kl. 11 verður Steinunn Þorbergsdóttir, nývígður djákni, sett inn í embætti sitt í Breiðholtskirkju. Prestur er sr. Magnús Björn Björnsson. Örn Magnússon, organisti, og félagar úr Kór Breiðholtskirkju munu syngja og leiða safnaðarsöng. Sunnudagaskólinn hefst á sama tíma í kirkjunni, en síðan fara börnin niður og eiga stund með Steinunni Leifsdóttur. Eftir messu fögnum við saman og fáum okkur bita.

Kl. 14 er ensk bæna- og lofgjörðarstund þar sem Steinunn Þorbergsdóttir verður einnig boðin velkomin til starfa. Prestur er sr. Toshiki Toma og organistinn, Örn Magnússon, mun spila og leiða safnaðarsöng.