Við hefjum sunnudagaskólann og messuna uppi í kirkju kl. 11 á sunnudaginn. Síðan fara börnin niður með Steinunni Þorbergsdóttur og Steinunni Leifsdóttur. Í messunni þjónar sr. Magnús Björn Björnsson og Kór Breiðholtskirkju syngur undir stjórn Arnar Magnússonar organista. Messuhópur þrjú þjónar. Léttur hádegisverður eftir messu.
Kl. 14 er ensk bænastund. Prestur sr. Toshiki Toma.