Fyrsta göngumessan í sumar verður í Breiðholtskirkju 16. júní . Gengið er frá Fella og Hólakirkju og niður í Breiðhotlskirkju.
Lagt er af stað kl. 10. Guðsþjónusta er kl. 11. Veitingar eru eftir messu og rúta til að flytja þátttakendur á upphafsstað eftir hádegisverð.
Í fyrstu göngumessunni í Breiðholtskirkju þjónar dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson fyrir altari. Organisti er Douglas A Brotchie.

Önnur guðsþjónustan er í Seljakirkju 23. júní kl. 11. Gengið frá Breiðholtskirkju kl. 10.
Þriðja guðsþjónustan er í Fella og Hólakirkju 30. júní kl. 11. Gengið frá Seljakirkju kl. 10.