Sunnudaginn 9. júní n.k. mun sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, visitera Breiðholtskirkju. Sr. Kristján mun prédika í hátíðarmessu á hvítasunnudag kl. 11. Sr. Magnús Björn Björnsson, sóknarprestur, mun þjóna fyrir altari. Kór Breiðholtskirkju syngur undir stjórn Arnar Magnússonar, organista. Hópur messuþjóna tekur þátt í messunni. Eftir messu er boðið til kaffisamsætis.

Sr. Kristján mun heimsækja Alþjóðlega söfnuðinn í Breiðholtskirkju kl. 14. Þar mun hann prédika og eiga samtal við safnaðarfólk. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir, héraðsprestur, þjónar. Kaffi eftir stundina í safnaðarheimili kirkjunnar.