Sunnudagaskólinn hefst á ný eftir jólafrí sunnudaginn 6. janúar kl. 11. Steinnunn Þorbergsdóttir og Steinunn Leifsdóttir ásamt sr. Magnúsi Birni Björnssyni stjórna og leiða sunnudagaskólann. Við hefjum stundina í kirkjunni, en færum okkur svo niður í safnaðarheimili til að lita, föndra og þiggja veitingar. Við höldum áfram með frábært barnaefni frá Skálholtsútgáfunni um líf og starf Jesú.