Fjölskylduguðsþjónusta verður á sunnudaginn. Hún er upphaf sunnudagaskólans og barnastarfsins. Steinunn Þorbergsdóttir, sr. Magnús Björn Björnsson og Örn Magnússon organisti sjá um stundina. Barn verður borið til skírnar og vetrarstarfið kynnt.

Kl. 12.30 fundur með fermingarbörnum og foreldrum þeirra. Kl. 13.30 fundur um fermingarstörfin á ensku.

Kl. 14.00 Ensk lofgjörðar og bænastund. Prestur sr. Toshiki Toma.