Í Tjaldkirkjunni verður yndislegt helgihald um bænadagana og páskadag. Verið hjartanlega velkomin. Á skírdag kl. 20 verður heilög kvöldmáltíð og Getsemanestund. Prestur sr. Magnús Björn Björnsson. Einsöngvari verður Marta Halldórsdóttir. Organisti er Örn Magnússon.

Á föstudaginn langa kl. 11 er föstuguðsþjónusta. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson þjónar fyrir altari. Lesin verður píslarsagan af messuþjónum og félögum úr Kór Breiðholtskirkju, sem syngja í guðsþjónustunni undir stjórn Arnar Magnússonar organista.

Tvær messur eru á páskadag. Kl. 08 að morgni verður hátíðarguðsþjónusta. Prestur sr. Magnús Björn Björnsson. Kór Breiðholtskirkju undir stjórn Arnar Magnússonar organista syngur. Eftir messu er morgnumatur þar sem allir eru hvattir til að leggja eitthvað á borð. Kl. 14 er Seekers messa. Prestur er sr. Toshiki Toma. Örn Magnússon er organisti. Seekers messa fer fram á ensku og er ætluð þeim sem í einlægni vilja kynnast kristinni trú.