Fjölskylduguðsþjónusta verður kl. 11 á sunnudaginn 25. mars næst komandi. Leiðtogar sunnudagaskólans þær Steinunn Þorbergsdóttir og Steinunn Leifsdóttir taka á móti börnunum. Prestur verður sr. Magnús Björn Björnsson. Eftir guðsþjónustuna verður kaffi, te eða djús og meðlæti í safnaðarsalnum.

Tómasarmessa verður kl. 20.  Fjöldi presta, djákna og messuþjóna taka þátt.  Í Tómasarmessu er tækifæri til að taka virkan þátt í bæn og söng.