Næsta sunnudag kl. 11 verður hátíðarguðsþjónusta í tilefni 30 ára vígsluafmælis Breiðholtskirkju. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup, heimsækir söfnuðinn og prédikar. Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari. Kór Breiðholtskirkju syngur undir stjórn Arnar Magnússonar organista. Eftir guðsþjónustuna verður afmæliskaffi.

Sunnudagaskólinn verður á sama tíma kl. 11 undir stjórn Steinunnar Þorbergsdóttur og Steinunnar Leifsdóttur.

Seekers bænastund á ensku kl. 14. Sr. Toshiki Toma heldur utan um stundirnar. Ensku bænastundirnar eru fyrir þá sem af einlægni vilja kynnast kristinni trú.