Á konudegi er vaninn að hafa kaffisölu í Breiðholtskirkju strax eftir messu. Það er Hollvinafélag Breiðholtskirkju sem sér um hana. Sunnudagaskóli og messa eru kl. 11. Prestur er sr. Magnús Björn Björnsson. Umsjón með sunnudagaskóla hefur Steinunn Leifsdóttir. Organisti er Örn Magnússon og félagar úr kór Breiðholtskirkju syngja.
Ensk messa er kl. 14. Sr. Toshiki Toma messar. Organisti er Örn Magnússon.