Næsta sunnudag, 11. febrúar, kl. 11:00 eru messa og sunnudagaskóli. Prestur er sr. Magnús Björn Björnsson. Organisti er Örn Magnússon. Félagar úr Kór Breiðholtskirkju syngja. Messuhópur fjögur þjónar í messunni. Gídeonmenn koma í heimsókn og kynna félagið. Eftir messu gefst tækifæri til að styrkja hið góða starf Gídeonfélagsins.

Börnin eru í messunni í byrjun og syngja fyrir söfnuðinn áður en þau fara niður í safnaðarsalinn. Umsjón með sunnudagaskólanum er í höndum Steinunnar Leifsdóttur. Eftir messuna er kaffi og te í safnaðarsalnum.

Kl. 14:00, Seekers, ensk bænastund, undir stjórn sr. Toshiki Toma, prests innflytjenda.