Næsta sunnudag, 4. febrúar, kl. 11:00 eru messa og sunnudagaskóli. Prestur er dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur. Organisti er Örn Magnússon. Félagar úr Kór Breiðholtskirkju syngja.

Sunnudagaskólinn hefst með þátttöku barnanna í messunni. Þau fara síðan og eiga stund á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón með sunnudagaskólanum er í höndum Steinnunnar Þorbergsdóttur og Steinunnar Leifsdóttur. Eftir messuna er kaffi og te í safnaðarsalnum.

Kl. 14:00, Seekers, ensk bænastund, undir stjórn sr. Toshiki Toma, prests innflytjenda.