Séra Gísli Jónasson, sem hefur þjónað Breiðholtssókn sl. 32 ár lætur nú af störfum sem sóknarprestur. Hann kveður söfnuðinn í messu á sunnudaginn kl. 11. Eftir messu býður sóknarnefndin til kveðjuhófs í safnaðarsalnum. Sunnudagaskóli verður á sínum stað kl. 11. Séra Gísli mun prédika, en séra Magnús Björn Björnsson, settur sóknarprestur, þjónar fyrir altari ásamt Þóreyju Dögg Jónsdóttur djákna og messuþjónum. Kór Breiðholtskirkju syngur undir stjórn Arnar Magnússonar organista.