Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Börnin byrja í messunni og fara svo niður í safnaðarheimili. Messan er árleg áramótaguðsþjónusta á vegum Eldri borgararáðs. Sr. Magnús Björn Björnsson, nýr sóknarprestur, þjónar fyrir altari og prédikar. Djáknarnir Þórey Dögg Jónsdóttir og Linda Jóhannsdóttir þjóna einnig ásamt messuþjónum. Kór Breiðholtskirkju syngur undir stjórn Arnar Magnússonar organista. Einsöngvari er Sigvaldi Helgi Gunnarson. Eftir guðsþjónustuna er boðið upp á veitingar í safnaðarsal.