Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11

Stundin er í umsjá þeirra sr. Þórhalls, Steinunnar Leifsdóttur, íþróttakennara, Steinunnar Þorbergsdóttur, djáknakandídats, og Arnar Magnússona organista. Sögð verður saga úr Biblíunni og mikið sungið af sunnudagaskólalögum og barnasálmum.  Börnin fá fallegan límmiða á plakatið sitt og í lokin verður hressing í safnaðarheimilinu.

Laufabrauðsbakstur kl 12.

Að fjölskylduguðsþjónustunni lokinni býður Hollvinafélag Breiðholtskirkju öllum þeim sem það vilja, að taka þátt í því að skera og steikja laufabrauð.  Nauðsynlegt er að taka með sér hnífa, bretti og ílát undir laufabrauðin, sem Hollvinafélagið leggur til og selur á 100 kr. hvert brauð.  Boðið verður uppá kaffi, djús og piparkökur og það eru að sjálfsögðu allir velkomnir.

Síðasta Tómasarmessan á þessu hausti kl 20.

Sr. Jón Ómar Gunnarsson flytur hugvekju út frá þemanu “Réttu mér hönd”.  Guðný Einarsdóttir leiðir tónlistina ásamt Páli K. Magnússyni og ungu fólki úr Kristilegum skólasamtökum. Fyrirbænir, hugleiðing, söngur og gleði. Að messu lokinni verður boðið upp á kaffi og aðra hressingu í safnaðarheimilinu.