Messa með fornu ívafi klukkan 11:00. Prestar eru sr. Gísli Jónasson, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson og sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup. Kór Breiðholtskirkju syngur og stjórnandi er Örn Magnússon. Sungið er messutón úr Graduale frá Hólum og inn í það fléttaðir sálmar eftir Hallgrím Pétursson og Sigurbjörn Einarsson. Forsöngvarar eru úr hópi kórfélaga. Ekkert hljóðfæri er notað við messugjörðina. Þetta er fjórðja árið í röð sem þessi háttur er hafður á við messugjörð í Breiðholtskirkju en messan var fyrst sungin fyrir þremur árum árum í tilefni fæðingarafmælis Hallgríms Péturssonar. Að þessu sinni mun rúmlega þrjátíu manna hópur frá Finnlandi taka þátt í messunni og að messu lokinni verður boðið upp á léttan málsverð í safnaðarheimilinu.

Kl. 13:00 verður síðan dagskrá í kirkjunni þar sem sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup, og prófessor Jouko Martikainen, sem vinnur að finnskri þýðingu Passíusálmanna, munu fjalla um Hallgrím Pétursson. Einnig mun Ágúst Ólafsson syngja nokkra af sálmum Hallgríms við undirleik Arnar Magnússonar.