Námskeið kl. 20 á vegum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra og Leikmannaskóla kirkjunnar með yfirskriftinni Aumasti hégómi, segir predikarinn,aumasti hégómi, allt er hégómi. (Pred 1.2) Námskeiðið er hluti af Biblíulestrarröð sem er á dagskránni tíu fimmtudaga þetta haustið. Fjallað verður um hið þekkta rit, predikaran og í tilefni 500 ára afmælis siðbótarinnar árið 2017 verður Guðfræði Marteins Lúthers og útlegging hans á predikaranum í brennidepli. Ásamt áherslum Lúthers verður fjallað um nýjustu rannsóknir og áherslur í ritskýringu ritsins. Kennari á námskeiðinu er einn helsti Lúthersfræðingur Íslands dr. dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Námskeiðið hófst 21. september kl. 20 í Breiðholtskirkju og er á fimmtudagskvöldum til 30. nóvember. Allir eru velkomnir.