Kl. 20:00.  Allt sem þú vilt vita um islam – Trúarbragðaskóli Breiðholtskirkju – Eftir nokkurt hlé heldur trúarbragðaskóli Breiðholtskirkju nú áfram og verður á þriðjudagskvöldum í nóvember. Að þessu sinni verður fjallað um sögu og kenningar islam, en næstu þriðjudaga um hindúisma og búddisma. Trúarbragðaskólinn er í umsjón sr. Þórhalls Heimissonar. Allir eru velkomnir.