Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Sönghópur barna frá Lettlandi kemur í heimsókn. Mikill söngur og gleði. Leiðtogar sunnudagaskólans, Steinunn og Steinunn, leiða samveruna ásamt sr. Þórhalli og Örn Magnússon situr við orgelið. Eftir stundina er kaffi og önnur hressing í safnaðarheimilinu.
Önnur Tómasarmessan á þessu hausti kl. 20:00. Sr. Magnús Björn Björnsson prédikar út frá þemanu “Elskið ykkur sjálf og aðra, en Guð mest”. Þorvaldur Halldórsson leiðir tónlistina ásamt Tómasarmessusönghópnum. Fyrirbænir, hugleiðing, söngur og gleði. Að messu lokinni verður boðið upp á kaffi og aðra hressingu í safnaðarheimilinu.