Messa kl.11.00. Sr. Gísli Jónasson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Toshiki Toma. Skírð verður fjögurra manna fjölskylda frá Íran. Organisti Örn Magnússon. Kór kirkjunnar leiðir söng og messuhópur aðstoðar. Kaffi í safnaðarheimilinu eftir stundina.

Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Steinu og Steinunnar. Biblíusaga, söngur, brúður og börnin fá límmiða á bænaplakatið. Hressing í lokin og kaffisopi fyrir foreldrana.