Námskeið í guðfræði Marteins Lúthers í tilefni 500 ára afmælis siðbótarinnar árið 2017. Rit Lúthers: Ánauð viljans er eitt umdeildasta rit guðfræðisögunnar. Íslensk þýðing ritsins verður lesin og fjallað um vægi þess í sögu og samtíð. Í því er m.a. umfjöllun um þjáningu og endurlausn, fyrirhugun og náð. Kennari á námskeiðinu er einn helsti Lúthersfræðingur Íslands. Dr. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Námskeiðið hefst 22. september kl. 20:00 og er á fimmtudagskvöldum til 24. nóvember.