Útvarpsmessa, sunnudagaskóli og ensk messa í Breiðholtskirkju.

Messa með fornu ívafi verður sungin í tjaldkirkjunni í Mjódd, sunnudaginn 9. október, klukkan 11:00. Prestur er sr. Bryndís Malla Elídóttir. Kór Breiðholtskirkju syngur og stjórnandi er Örn Magnússon. Sungið er messutón úr Graduale frá Hólum og inn í það fléttaðir sálmar eftir Hallgrím Pétursson og Sigurbjörn Einarsson. Forsöngvarar eru úr hópi kórfélaga. Ekkert hljóðfæri er notað við messugjörðina. Þetta er þriðja árið í röð sem þessi háttur er hafður á við messugjörð í Breiðholtskirkju. Messan var fyrst sungin fyrir tveimur árum í tilefni fæðingarafmælis Hallgríms Péturssonar. Bein útsending frá messunni verður í Ríkisútvarpinu.

Sunnudagaskóli kl. 11 í safnaðarheimili. Kaffi og djús á eftir

Ensk messa kl. 14. Prestur sr. Toshiki Toma. Organisti er Örn Magnússon.