Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Mikill söngur og gleði. Leiðtogar sunnudagaskólans, Steinunn og Steinunn, leiða sunnudagaskólalögin og fara í leiki og Örn Magnússon situr við orgelið. Eftir stundina er kaffi og önnur hressing í safnaðarheimilinu.

 Síðasta Tómasarmessan á þessu starfsári kl. 20:00. Sr.Ólafur Jóhannsson prédikar út frá þemanu „Hvað bræðir steinhjartað?“.  Þorvaldur Halldórsson leiðir tónlistina ásamt Tómasarmessusönghópnum. Fyrirbænir, hugleiðing, söngur og gleði. Að messu lokinni verður boðið upp á kaffi og aðra hressingu í safnaðarheimilinu.