Messa kl. 11. Sr. Þórhallur Heimisson þjónar. Messuþjónar lesa ritningarlestra og bænir og Örn Magnússon leikur á orgelið. Félagar úr kór kirkjunnar leiða almennan safnaðarsöng. Tekið verður á móti framlögum til Kristniboðssambandsins að messu lokinni. Molasopi í safnaðarheimilunu eftir messu.
Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Steinunnar og Steinu. Þær munu eiga notalega samverustund í safnaðarheimilinu, syngja, segja sögu, heilsa upp á skemmtilegar brúður og síðan fá allir fallegan límmiða á límmiðaspjaldið sitt. Einnig verður ávaxtahressing í lokin og kaffisopi fyrir foreldrana.
Ensk messa kl. 14. (Sjá tilkynningu hér að neðan.)
Trúarbragða námskeið kl. 19:00 í umsjá sr. Þórhalls Heimissonar. Að þessu sinni verður fjallað um hinar ýmsu kirkjudeildir kristinna manna. Allir velkomnir og þátttaka er ókeypis.