N.k. þriðjudag, 3. nóvember, munu fermingarbörn næsta vors taka þátt í landssöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar. Þau munu ganga í húsin í hverfinu með sérmerkta söfnunarbauka og taka á móti framlögum til vatnsverkefna Hjálparstarfsins í Afríku. Við viljum þakka öllum þeim sem taka vel á móti þeim og leggja þessu mikilvæga málefni lið. Á næstu vikum munu fermingarbörnin svo einnig selja friðarljós Hjálparstarfs kirkjunnar sem margir kaupa fyrir aðventu og jól.