Á allra heilagramessu kl. 20 verður andakt í kirkjunni. Andaktin er fléttuð saman úr tónlist og ljóðalestri. Kór kirkjunnar flytur huggunarríka tónlist og sálma og Aðalsteinn Ásberg Siguðsson rithöfundur les úr ljóðum sínum. Flutt verður m.a. tónlist eftir J.S.Bach, Þorkel Sigurbjörnsson, Jón Nordal og Johannes Brahms. Allir eru hjartanlega velkomnir.