Messa með fornu ívafi kl.11.00. Messan varð til við kirkjuna árið 2014 í tilefni af 400 ára árstíð Hallgríms Péturssonar og var flutt þá við góðan orðstír. Þegar messan var sett saman var hugmyndin sú að flytja messu með sálmum sr. Hallgríms Péturssonar, en sálmar hans voru ekki sungnir við helgihald á hans tíð. Um leið var leitast við að hafa formið eins líkt því og menn telja að það hefði getað verið á 17. öld. Formið byggir því á Grallaranum, hinni fornu messubók og er án undirleiks og messuliðir eru einnig úr Grallaranum. Sálmar messunnar eru eftir sr. Hallgrím en einnig eru sungnar þýðingar á fornum sálmum eftir  dr. Sigurbjörn Einarsson og allt án undirleiks. Organisti Breiðholtskirkju, Örn Magnússon, leiðir sönginn ásamt kór kirkjunnar. Við messuna mun sr. Gísli Jónasson prófastur setja sr. Þórhall Heimisson inn í embætti sóknarprests við Breiðholtskirkju. Að lokinni messu er boðið upp á kirkjukaffi – með fornu ívafi.

Sunnudagaskóli verður á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Steinunnar Leifsdóttur, íþróttakennara.

Trúarbragða námskeið kl. 19:30 í umsjá sr. Þórhalls Heimissonar. Fjallað verður um gyðingdóm og fræðsla haustsins kynnt. Allir velkomnir og þátttaka er ókeypis.