Hausthátíð kl. 11.

Verið velkomin á hausthátíð safnaðarins!  Hátíðin hefst með söng og gleði í fjölskylduguðsþjónustu kl. 11.  Síðan verður haldið í safnaðarheimilið þar sem boðið verður upp á haustkórónur, þrautir, andlitsmálningu, veiðiferð, grín og glens að ógleymdum grilluður pylsum.  Hátíðin er tilvalin fyrir alla fjölskylduna sem vill fagna haustinu og eiga góða stund í kirkjunni á sunnudagsmorgni.

Fyrsta Tómasarmessa vetrarins kl. 20.

Er til hjálp án skilyrða?  Fyrsta Tómasarmessa vetrarins er helguð þessari mikilvægu spurningu og mun sr. Bryndís Malla Elídóttir prestur í Seljakirkju prédika.  Gott tækifæri gefst í Tómasarmessunni til þess að biðja og fá fyrirbæn fyrir því sem hver og einn ber með sér.  Þorvaldur Halldórsson sér um tónlistina og lofgjörðina í messunni ásamt sönghópi.  Tómasarmessan er um margt frábrugðin hefðbundinni sunnudagsmessu og er henni ætlað að gefa nýja nálgun og upplifun þátttakenda á orði Guðs og anda.  Eftir messuna er boðið upp á te og molasopa í safnaðarheimilinu þar sem hægt verður að spjalla saman og ræða nánar um efni messunnar við presta, djákna eða aðra sem tóku þátt í messunni.  Verið velkomin í Tómasarmessurnar í vetur!