Messa kl. 11 sunnudaginn 6. september. Sr. Gísli Jónasson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Örn Magnússon leikur á orgel og kór Breiðholtskirkju syngur. Vænst er þátttöku fermingarbarna vetrarins og foreldra þeirra. Að messu lokinni verður foreldrafundur í safnaðarheimilinu þar sem fermingarfræðsla vetrarins verður til umræðu og hægt verður að skrá fermingardag barnsins.
Sunnudagaskóli verður á sama tíma í safnaðarheimilinu.