Messa kl. 11. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur, þjónar fyrir altari og prédikar. Guðný Einarsdóttir leikur á orgelið og félagar úr kór kirkjunnar leiða sönginn. Eftir messu er boðið upp á hressingu í safnaðarheimilinu. Allir hjartanlega velkomnir!
Athygli skal vakin á því, að vegna viðgerða á þaki kirkjunnar verður þetta síðasta messan í kirkjunni að sinni. Messu hefjast væntanlega að nýju í ágúst og verða þær auglýstar nánar síðar. Kyrrðarstundir verða hinsvegar alla miðvikudaga í sumar kl. 12 á hádegi.