Sameiginleg göngumessa safnaðanna í Breiðholti verður í Breiðholtskirkju kl. 20. Gengið frá Fella- og Hólakirkju kl. 19. Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar ásamt messuhópi. Organisti er Örn Magnússon, félagar úr Kór Breiðholtskirkju leiða sönginn. Kirkjukaffi eftir stundina og að því loknu býðst ökuferð til baka að upphafsstað göngunnar. Verið hjartanlega velkomin!