Kyrrðarstund kl. 12 og léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni.  Fyrirbænarefnum má koma á framfæri við sóknarprest í síma 587 1500.

Opin æfing hjá Kór Breiðholtskirkju kl. 20.  Þetta er síðasta æfing fyrir sumarleyfi og kórinn mun syngja fyrir vini og velunnara sem kíkja inn þetta kvöld. Allir eru velkomnir. Efnisskráin er fjölbreytt og spannar verk frá endurreisnartímanum til dagsins í dag, allt frá Orlando di Lasso til Magnúsar Þórs Jónssonar. Æfingin hefst með upphitun og verður dagskráin síðan kynnt og spjallað á milli verka. Að æfingu lokinni fara kór og æfinga- gestir niður í safnaðarheimili kirkjunnar þar sem verður Pálínuboð og samvera. Stjórnandi Kórs Breiðholtskirkju er Örn Magnússon.  Æfingin hefst eins og áður sagði kl. 20:00 og eru allir hjartanlega velkomnir.