N.k. laugardag, 16. maí, verður vinnu- og tiltektardagur í Breiðholtskirkju. Við ætlum að koma saman í kirkjunni kl. 9 og drekka saman morgunkaffi. Síðan verður unnið frá kl. 9:30 til 13. Við endum svo samveruna um kl. 13 með því að fá okkur hádegishressingu. Megin áherslan á þessum vinnudegi verður á tiltekt og umhirðu á lóð kirkjunnar auk þess sem tréverk og e.t.v eitthvað fleira utanhús verður málað. Ef við verðum nógu mörg verður svo e.t.v. líka eitthvað tekið til hendinni við tiltektir innanhúss. Við hvetjum alla velunnara kirkjunnar, sem hafa tækifæri til að mæta , að taka þátt í þessum vinnudegi. Sóknarnefndin.