Sameiginleg guðsþjónusta eldriborgara í söfnuðunum í Breiðholti verður í Seljakirkju kl. 14. Sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar og þjónar fyrir altari, Tómas Guðni Eggertsson leikur á orgel og Gamlir Fóstbræður syngja. Að guðsþjónustu lokinni munu þeir einnig syngja nokkur vel valin sumarlög. Kvenfélag Seljasóknar býður síðan öllum upp á kaffiveitingar í safnaðarheimili kirkjunnar. Þau sem óska eftir akstri til kirkju er bent á að hringja í síma 587 1500.