Safnaðarferð kl. 10

Brottför í hina árlegu safnaðarferð Breiðholtssafnaðar verður frá kirkjunni kl. 10. Sjá nánar um dagskrá ferðarinnar og innritun í hana í sérstakri frétt hér að neðan.

Fáskrúðsfirðingamessa kl. 14

Kl. 14 verður hinn árlegi kirkjudagur Fáskúðsfirðingafélagsins, sem að þessu sinni verður helgaður  100 ára afmæli Fáskrúðsfjarðarkirkju. Sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir sér um messuna. Eftir messuna verður kirkjukaffi Fáskrúðsfirðingafélagsins í safnaðarheimilinu.