Sunnudaginn 3. maí verður hin árlega safnaðarferð Breiðholtssóknar.

Að þessu sinni er ferðinni heitið í Gaulverjabæinn. Við komum fyrst við í Gaulverjabæjarkirkju, skoðum kirkjuna og eigum þar stutta helgistund. Síðan höldum við að safninu um íslenska bæinn að Austur – Meðalholtum. Þar fáum við aðstöðu til að borða nestið og síðan verður safnið skoðað.  Ferðin kostar 2500 kr. en ókeypis er fyrir börn yngri en 14 ára í fylgd fullorðinna.

Nauðsynlegt er að taka með sér nesti fyrir daginn.   Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 10:00 og áætluð heimkoma er um kl. 16:30.

Skráning er í kirkjunni eða í síma 587 1500  eða á breidholtkskirkja@kirkjan.is