Skírdagskvöld:  Messa kl. 20, sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar. Við minnumst þess þegar Jesús átti síðustu kvöldmáltíðina með lærisveinum sínum og þvoði fætur þeirra.  Í lok messunnar verður Getsemanestund þar sem slökkt er á kertum og munir teknir af altarinu og 5 rauðar rósir settar í staðinn sem minna á sár Krists.  Þetta er áhrifamikil stund sem leiðir okkur inn í íhugun píslarsögunnar. Marta Guðrún Halldórsdóttir leiðir sönginn.

Föstudagurinn langi:  Guðsþjónusta kl. 11, dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson prédikar og sr. Gísli Jónasson þjónar fyrir altari.  Píslarsagan verður lesin og íhuguð og Litanía sr. Bjarna Þorsteinssonar sungin.

Páskadagsmorgunn:  Hátíðarmessa kl. 8 árdegis, sr. Gísli Jónasson þjónar.  Í upphafi messunar tendrum við páskakertið tendrað, sem lýsa mun í kirkjunni næsta árið sem vitnisburður um sigur lífsins.  Að messu lokinni verður sameiginlegur morgunverður í safnaðarheimilinu, þar sem allir eru hvattir til að taka með sér eitthvert meðlæti á sameiginlegt morgunverðarhlaðborð.  Þessi samvera á páskadagsmorgni er ákaflega ánægjuleg og flestum ómissandi sem eitt sinn hafa tekið þátt.

Annar páskadagur: Fermingarmessa kl. 13:30. Sr. Gísli Jónasson þjónar.

Organisti í öllum athöfnum er Örn Magnússon og kór Breiðholtskirkju syngur.

Guð gefi okkur öllum blessunarríka bænadaga og gleðilega páska.