Sunnudaginn 29. mars, sem er pálmasunnudagur, verða tvær guðsþjónustur í Breiðholtskirkju eins og yfirleitt er síðasta sunnudag í mánuði.

Kl. 11 verður fjölskylduguðsþjónusta, sem við köllum fimmárahátíðina.

Heiðursgestir í þessari fjölskylduguðsþjónustu verða þau börn í sókninni sem verða fimm ára á árinu 2015 og verður þeim gefin falleg bók um Kötu og Óla sem finnst gaman að fara í kirkjuna sína. Sögð verður saga úr Biblíunni og mikið sungið af sunnudagaskólalögum og barnasálmum.  Allir fá fallegan límmiða á nýja bænaplakatið og í lokin verður hressing í safnaðarheimilinu. Umsjón með stundinni hafa þau sr. Gísli, Steinunn Leifsdóttir og Steinunn Þorbergsdóttir.

 Kl. 20 verður síðan sjötta Tómasarmessan á þessum vetri.

Þema messunnar verður: „Er perlan dýrmæt?“ og mun hr. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup, prédika. Tómasarmessan að ýmsu leyti frábrugðin hinni hefðbundnu messu. Mikil áhersla er lögð á fyrirbænarþjónustu og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna. Þá einkennist messan einnig af fjölbreytilegum söng og tónlist, sem Þorvaldur Halldórsson sér um ásamt sönghópi. Að messu lokinn verður boðið upp á kaffi og aðra hressingu í safnaðarheimilinu.

Við viljum svo að lokum nota þetta tækifæri til að hvetja okkur öll til þátttöku í helgihaldi og öðru starfi safnaðarins um bænadaga og páska.