Í þessari viku verða haldnar tvær kvöldsamverur með fermingarbörnunum vorsins og foreldrum þeirra.

Verður hin fyrri þriðjudaginn 10. mars kl. 20:00.  Er hún ætluð þeim börnum sem fermast 12. apríl og foreldrum þeirra.

Síðari samveran verður kvöldið eftir, þ.e. miðvikudaginn 11. mars kl. 20:00 og er hún ætluð þeim börnum sem fermast 6. apríl og 19. apríl og 24. maí og foreldrum þeirra.

Auk fræðslu um ferminguna verða rædd ýmis atriði sem varða sjálfa fermingarathöfnina og framkvæmd hennar og spurningum svarað.

Er því mjög mikilvægt, að foreldrar mæti með börnun sínum!

Eigi einhverjir foreldrar ekki heimangengt á því kvöldi sem þeim er ætlað þá er þeim að sjálfsögðu velkomið að mæta á hina samveruna. Dagskáin verður hin sama bæði kvöldin.