Sunnudaginn 25. janúar verða tvær guðsþjónustur í kirkjunni.

Kl. 11 verður fjölskylduguðsþjónusta í umsjá Þóreyjar Daggar Jónsdóttur, djákna, og Steinunnar Leifsdóttur.  Sögð verður saga úr Biblíunni og mikið sungið af sunnudagaskólalögum og barnasálmum.  Allir fá fallegan límmiða á nýja bænaplakatið og í lokin verður hressing í safnaðarheimilinu.

Kl. 20 verður Tómasarmessa sem ber yfirskriftina „Áhyggjur – umhyggja„.  Hr. Karl Sigurbjörnsson, biskup, prédikar og Þorvaldur Halldórsson leiðir tónlistina ásamt sönghópi, en Tómasarmessurnar einkennast af fjölbreyttum söng og tónlist.  Fyrirbænin skipar stóran sess í messunni og hægt er að bera fram fyrirbænaerefni og þiggja fyrirbæn hjá presti, djákna eða öðru bænafólki.  Stór hópur fólks tekur þátt í undirbúningi og framkvæmd messunnar, en Tómasarmessan hefur notið mikilla vinsælda á undanförnum árum og margir sótt styrk og  blessun í boðskap hennar.  Í lok messunnar er boðið upp á te og molasopa í safnaðarheimilinu.  Verið hjartanlega velkomin!