Sunnudagaskóli kl. 11. Sunnudagskólinn hefst á ný eftir hlé um jól og áramót og verður eins og áður samhliða messunni. Biblíusaga, söngur, brúður og börnin fá nýtt bænaplakat og límiða á það. Hressing í lokin og kaffisopi fyrir foreldrana.
Messa kl. 11. Sr. Gísli Jónasson þjónar. Guðný Einarsdóttir leikur á orgelið og og félagar úr kór kirkjunnar leiða sönginn. Messuhópur tekur virkan þátt. Molasopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Allir hjartanlega velkomnir!