Fjórða sunnudag í aðventu 21. desember verða jólasöngvar fjölskyldunnar kl. 11.  Boðskapur helgra jóla verður í fyrirrúmi, sagt verður frá fyrstu jólunum í Betlehem og  mikið sungið af fallegum jólasöngvum.  Kveikt verður á fjórða aðventuljósinu, englakertinu og einnig verður tekið á móti rauðu baukunum frá Hjálparstarfi kirkjunnar.  Öll börn fá glaðning í lokin og síðan verður hressing í safnaðarheimilinu.  Allir eru hjartanlega velkomnir að eiga notalega jólastund í kirkjunni.