Sunnudagaskóli kl. 11.  Kveikt verður á þriðja aðventuljósinu, hirðakertinu og sungin jólalög.  Bænaplakatið er alveg að fyllast og nú verður fallegur límmiði sem minnir á jólin.  Sunnudagaskólinn er á notalegum nótum í desember og tilvalið og koma og eiga með Steinunni og Steinu góða stund í safnaðarheimilinu.  Hressing og mynd til þess að lita í lokin.

Messa kl. 11.  Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar, Örn Magnússon er organisti og félagar úr kór kirkjunnar leiða almennan safnaðarsöng.  Molasopi og smákökur í safnaðarheimilinu í lokin.

Jólatónleikar kirkjukórsins kl. 20.  Kórinn mun flytja fjölbreytta aðventu- og jólatónlist.  Guðný Einarsdóttir leikur á orgel, Össur Ingi Jónsson á óbó og Hildigunnur Halldórsdóttir á fiðlu.  Kórfélagar syngja einsöng. Stjórnandi kórsins er Örn Magnússon, aðgangseyrir 2000 kr.